Glæsilegur kjarni íbúða á einu af bestu svæðum Ciudad Quesada, með stórkostlegu útsýni yfir Guardamar og ströndina þar, auk þess að vera mjög nálægt allri þjónustu í hverfinu sjálfu sem og í bænum Rojales.
Kjarninn er hannaður með það í huga að íbúðirnar, sem eru með 2 svefnherbergjum, bjóði uppá marga kosti einbýlis en að sama skapi það besta í sameiginlegu svæði. Velja má milli jarðhæða með garði eða efri hæða með þakverönd og einkalyftu. Þökk sé hönnuninni, njóta allar íbúðirnar rúmgóðs útisvæðis, með ró og næði og sumar eignir hafa jafnvel einkasundlaug. Lúxus fasteignir með fyrsta flokks frágangi og fallegu útsýni. Innifalið í verði eru eldhústæki, loftkæling og hitun, rafdrifnir gluggahlerar og lýsing innan og utandyra með LED ljósum. Í sameign eru innisundlaug og útisundlaug, líkamsræktaraðstaða, grillaðstaða, gufubað, hengirúm og margt fleira.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.