VIÐ ERUM HÉR FYRIR ÞIG!Novus Habitat býður upp á heildarlausn fyrir fólk sem er að hugsa um að kaupa fasteign á Spáni og hefur um árabil þjónustað viðskiptavini frá Íslandi og fleiri löndum við kaup á fasteign á meginlandi Spánar. Við státum af sterku teymi fasteignasala, lögfræðinga og eftirsöluþjónustu. Novus Habitat er með tvær skrifstofur á meginlandinu, eina í Benijófar og aðra í Altea. Þar að auki erum við með skrifstofu og sölumenn á Tenerife. Við sérhæfum okkur í sölu nýrra fasteigna á Costa Blanca svæðinu, Costa Cálida og Tenerife og erum með eignir frá öllum helstu byggingarfyrirtækjum á svæðunum. Áhersla okkar er fyrst og fremst á framúrskarandi þjónustu við kaupendur okkar, eftirfylgni og þjónustu eftir sölu. Við erum hér fyrir þig! |
|
NOVUS HABITAT HLUNNINDIVið leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð við afhendingu fasteignar. Áður en afhending fer fram, skoðar gæðastjóri Novus Habitat eignina og fer yfir öll frágangsmál með byggingaraðila, til þess að tryggja að eignin sé gallalaus og standist gæðakröfur. Til þess að forðast flækjustig, sér Novus Habitat um samskiptin við byggingaraðilann fyrir þig. Viðskiptavinir okkar fara sjálfkrafa í vildarklúbb Novus Habitat. Þeir njóta sértilboða í húsgagna- og tækjaverslunum til þess að fullkomna heimilið. Viðskiptavinir geta einnig óskað eftir auka eftirsölu þjónustu sem felst meðal annars í því að fá aðstoð við innanhúshönnun, allt eftir óskum hvers og eins.LEIGA NOVUS HABITAT Novus Rentals býður upp á aðstoð við þá viðskiptavini okkar sem vilja
leigja út eignir sínar. EFTIRSÖLUÞJÓNUSTA NOVUS HABITAT Novus Habitat aðstoðar við allt sem á þarf að halda við kaupferli og afhendingu. Við komum þér í samband við lögmann og endurskoðanda, þú færð aðstoð við að sækja um NIE númer, opna bankareikning, skila skattframtali, skrá lögheimili, skrá börn í skóla og íþróttir, sækja um læknisþjónustu, gera erfðaskrá og fleira og fleira. EIGNIR NOVUS HABITAT Þrátt fyrir að sérhæfa okkur í nýbyggingum, þá erum við einnig með úrval endursölueigna. Við tryggjum að við þekkjum vel þær eignir sem við erum að selja og ekki síst byggingaraðilann á bak við eignina. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja svæðin þar sem eignirnar okkar eru. Stór hluti þjónustunnar er að fá að kynnast hverfunum vel og vita hvað hvert svæði hefur uppá að bjóða. Að okkar mati skiptir staðsetningin jafn miklu máli og eignin sjálf. Við teljum þess vegna mikilvægt að kynnast viðskiptavinum okkar vel til þess að finna eign sem hentar lífstíl hvers og eins. |