Íbúðakjarni í Vistabella Golf, íbúðahverfi í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Orihuela Costa. Fallegt golfvallarumhverfi með öllum þægindum svo sem verslunum, veitingastöðum og fyrsta flokks aðstöðu til íþróttaiðkana. Hverfið er mjög vel tengt við helstu bæi í nágrenninu.
Í boði eru íbúðir með 2 og 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum; ýmist íbúðir á jarðhæð með yfir 80 m2 garði eða íbúðir á efri hæð með stórri þakverönd. Í kjarnanum eru rúmgóð sameiginleg svæði og sundlaug með aðskildu barnasvæði.
Festa má kaup á bílastæði að auki.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.