Nútímalegar íbúðir í hinu glæsilega hverfi Santa Rosalía, við strendur Murcia. Einstakt íbúðarhverfi sem hannað er í kringum 16.000 fm manngert lón, með kristaltæru vatni sem býður upp á ýmiskonar vatnasport og afþreyingu. Einnig eru stórir garðar og græn svæði tilvalin til að stunda útiveru og hreyfingu hverskonar. Hverfið er lokað með öryggishliði og vaktað í 24 tíma, sem veitir íbúum öryggi allan sólarhringinn. Hverfið er vel staðsett, aðeins 4 km frá stórkostlegum baðströndum Murcia. A-7 og AP-7 hraðbrautirnar veita greiðan aðgang að stærri borgum á svæðinu, þá er akstur til Cartagena ca 20 mínútur og akstur til Murcia ca 35 mínútur. Alicante flugvöllurinn er í klukkutíma fjarlægð en alþjóðaflugvöllurinn í Murcia er í 25 mínútna fjarlægð. Þetta er kjörinn fjárfestingarkostur, bæði til dvala í fríum og til varanlegrar búsetu.
Íbúðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, fáanlegar af mismunandi gerðum; Íbúðir á jarðhæð eru með verönd og sér garði, íbúðir á miðhæð eru með góðri verönd og þakíbúðir eru bæði með verönd og þakverönd. Allar íbúðirnar eru skemmtilega hannaðar með opnum rýmum. Eldhús, borðkrókur og setustofa opnast út á verönd, þar sem njóta má frábærs Miðjarðarhafsloftslagsins. Hjónaherbergi er með sér baðherbergi og útgengi út á verönd. Íbúðirnar eru byggðar með fyrsta flokks efnum og þeim fylgja eldhústæki og skápar. Gólfhiti er á baðherbergjum, rafmagns gluggahlerar og dyrasími með myndavél. Foruppsetning á loftkælingu, geymsla og bílastæði. Einnig er útieldhús og útisturta á þakverönd þakíbúðanna og verönd íbúða á jarðhæð.
Auk allrar aðstöðu Santa Rosalía hverfisins, hefur þessi glæsilegi íbúðarkjarni einnig sín eigin sameiginlegu svæði, með sundlaug, upphitaðri sundlaug og bílakjallara.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.
Fylltu út formið hér að neðan
Gerast áskrifandi og þú færð nýjustu fréttirnar á undan öllum öðrum.
Sími +34 604 400 511
E-Mail info@novushabitat.es
Heimilisfang
Benimar Commercial center,
Benijofar, Spain
© 2024 Novus Habitat Real Estate · Legal athugið · Privacy · Vafrakökur(cookies) · Kort
Hönnun & CRM: Mediaelx
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:LE-782. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: LE-782
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem þú gætir haft áhuga á