Þetta er einstök tegund af einbýlishúsi sem er staðsett á La Finca Golf, í aðeins 3ja mínútna akstri frá Algorfa. Villan er í nútíma stíl og býður upp á 3 svefnherbergi, 3 baðherbergi, hannað til að gefa mikla náttúrulega birtu. Björt og stór stofa með opnu eldhúsi, þvottahúsi, 1 svefnherbergi með innbyggðum fataskáp, 1 sérbaðherbergi og einni snyrtingu á jarðhæð. Á fyrstu hæð eru 2 stór svefnherbergi með ensuite baðherbergjum, þaðan sem hægt er að labba út á verönd og bæði með innbyggðum skápum. Á efstu hæð er hægt að byggja 40m2 þakverönd þar sem þú getur notið ljómandi útsýnis allan daginn. Garður og sundlaug fylgja, einnig er kjallari með tveim svefnherbergjum í viðbót og baðherbergi. Þetta svæði er umgringt náttúru og nýtur miðjarðhafsólarinnar allt árið. Þessi kjarni með 30 einbýlishúsum gefur tækifæri til að búa hér og njóta veðursins. Öll þjónusta er nálægt; Borgirnar Orihuela, Elche, Murcia og Cartagena eru mjög í greiðu færi og tekur enga stund að keyra þangað á hraðbrautinni. Bærinn Algorfa er í aðeins 3ja mínútna fjarlægð og náttúrulegar strendur Guardamar eru í 15 mínútna akstursfjarlægð. Verð byrja frá 296 000 evrum. Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.