Nútímalegt einbýlishús, staðsett í eftirsóttu íbúðahverfi í Quesada, við suður Costa Blanca, með stórkostlegu útsýni yfir La Mata lónið og Miðjarðarhafið. Stutt er í alla daglega þjónustu, svo sem stórmarkaði, læknamiðstöð, verslanir, bari og veitingastaði. Aðeins 10 mínútna akstur er að ströndum Guardamar, La Marquesa golfvellinum og La Mata náttúrugarðinum með göngu- og hjólastígum.
Þetta einstaka hús er byggt á 300m2 lóð og er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og möguleika á að byggja kjallara. Aðalhæðin hefur stofu, borðstofu og nútímalegt eldhús, auk 2ja svefnherbergja og baðherbergis. En-suite hjónaherbergið er á efri hæð, með 39m2 sér verönd með stórkostlegu útsýni. Útisvæði býr að stórri verönd og garði, sem og bílastæði þar sem setja má upp hleðslustöð fyrir rafbíla.
Húsið er afhent tilbúið til uppsetningar á loftkælingu, gólfhiti er á baðherbergjum og LED lýsing og bílastæði á lóð fylgja.
Gegn aukakostnaði má velja um ýmislegt, eins og að byggja einkasundlaug með/án hitadælu, hanna kjallarann með allt að 2 auka svefnherbergjum, setja gólfhita á allt húsið og fleira.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.